148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

dómstólar o.fl.

442. mál
[18:16]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það á ekki að koma til þess að dómarar verði vanhæfir í þessum málum, hvorki dómarar við endurupptökudómstólinn né við þann dómstól sem mál verður hugsanlega endurupptekið. Það er kveðið á um það í frumvarpinu og gert ráð fyrir því að dómendur séu skipaðir af ráðherra sem ákveður hvor þeirra verði aðalmaður og hvor varamaður. Dómstóllinn verður skipaður fjórum aðalmönnum og fjórum varamönnum. Það eru auðvitað bara hefðbundnar vanhæfisreglur sem eiga að koma til skoðunar við afgreiðslu hvers máls.