148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

dómstólar o.fl.

442. mál
[18:18]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það geti ekki verið um það að ræða að dómari í endurupptökudómstól muni á síðari stigum dæma í máli t.d. héraðsdóms sem er endurupptekinn, í t.d. Landsrétti síðar. Ég held að málum verði þannig fyrir komið við úthlutun mála, því að málum er úthlutað. Það er ekki fyrir fram ákveðið áður en mál koma til dómstóls, heldur er málum úthlutað af dómstjórum hvers dómstóls. Ég held að það hljóti að verða tekið mið af hæfisreglum hvað það varðar eða aðkomu dómara á fyrri stigum, eins og jafnan er gert við úthlutun mála.