148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

dómstólar o.fl.

442. mál
[18:27]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður er hissa hvað þessi ráðherra sem hér stendur er treg í taumi. Því er til að svara að ráðherrann er ekkert áfjáð um að láta teyma sig eitt eða neitt, það útskýrir það nú. En ég hvet allsherjar- og menntamálanefnd til þess að ræða þetta almennt. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sjónarmið eigi ekki heima í hverjum einasta lagatexta sem hér er settur og varðar einstaklinga. Ég bendi líka á að kynjunum fer sífjölgandi nú til dags. Ég velti því fyrir mér hvort í fjögurra manna dómstól þurfi kannski að vera eitthvert svigrúm fyrir fleiri kyn en tvö.