148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[20:34]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta svar. 20% af aflaverðmæti þessa VS-afla sem við köllum Hafró-afla fara til útgerða og 80% til ríkisins. Það er ekki eftir miklu að slægjast fyrir menn að landa honum. Oft er það þannig að þegar þessir kallar eru á sjó eru þeir komnir með 200 kíló af ufsa og svo fá þeir skot af þorski og láta þá kannski ufsann laggó. Það er ekki gott að vita af því.

Mig langar aðeins að koma inn á brothættu byggðirnar og nefna í því sambandi Norðurfjörð. Þar er dálítið sérstök aðstaða og reyndar líka annars staðar. Þar eru mest aðkomubátar. Ég hef fengið tölvupósta þaðan um áhyggjur sveitarstjórnarmanna yfir því hvernig (Forseti hringir.) sá staður muni fara út úr þessari breytingu. Þau halda að flestir þeir bátar muni yfirgefa svæðið og fara þá jafnvel á A-svæði eða eitthvað slíkt. Hefur þingmaðurinn skoðað það sérstaklega?