148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

kvennadeildir Landspítalans.

[15:27]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Við skipum samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Það er tvíeggjað sverð. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki getur það verið mikill ábyrgðarhlutur sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám.

Ég get bara sagt það alveg eins og er þannig að það dyljist engum að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna eru fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður, sem eru á viðkvæmu stigi í þessu landi á þessu ári og því næsta, í algert uppnám. (Gripið fram í.) Það er ástand sem við ætlum ekki að skapa í þessari lotu. (Gripið fram í.)