148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

almenningssamgöngur.

[15:35]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég tel mjög mikilvægt að menn leggist dálítið vel yfir þetta, þó að það sé á svipuðu róli hefur orðið einhver örlítil aukning í þessu en engan veginn í þeim takti sem menn lögðu upp með. Það er líka ljóst að það gengur ekki endalaust að seinka, fresta eða slá á frest öðrum mikilvægum samgöngumannvirkjum. Með það fyrir augum fóru ráðuneytið og Vegagerðin inn í stýrihóp með tveimur mikilvægum fyrirvörum, annars vegar að það væri engin fjárskuldbinding fólgin í því og hins vegar að tekin væri heildarskoðun á því hvernig almenningssamgöngurnar, borgarlínan fyrirhugaða, myndu líta út og svo hvaða aðrar aðgerðir í vegamálum, samgöngumálum, þyrfti að fara í samhliða.

Nýlega skilaði slíkur stýrihópur af sér nokkuð álitlegum tillögum. Það þarf auðvitað að vega og meta saman hvernig skynsamlegast er að standa að þessu. Ég er algjörlega tilbúinn til þess að skoða það með opnum huga hvað er best fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu (Forseti hringir.) og hvernig við gerum það.