148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[18:39]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð fyrri ræðumanns. Ég hef séð fjármála- og efnahagsráðherra á vappi hérna um, hann var einhvers staðar niðri áðan og ætti að vera einhvers staðar í grenndinni en hann tekur ekki þátt í umræðunum eða hlustar á það sem þingmennirnir eru að segja.

Það mætti endurtaka þá hefð sem varð til á síðasta kjörtímabili þar sem ráðherrar voru mjög duglegir, sumir hverjir, tvímælalaust þáverandi hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra, að koma í andsvör við ræður stjórnarandstöðuþingmanna um fjármálaáætlun, fjárlög og fjármálastefnu. Ég kalla eftir að þau vinnubrögð verði endurtekin.