148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[15:14]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Um það sem snýr að hafinu og mínu ráðuneyti má kannski segja að séu þættir sem hafa með líffræðilega fjölbreytni að gera, hafa með plastmálin að gera, frárennslismál og annað slíkt. Sumt af þessu er nefnt sérstaklega í stjórnarsáttmála, annað kannski ekki. En það er alveg ljóst að við horfum til þess í tengslum við frárennslismálin síðar á kjörtímabilinu hvernig verði hægt að takast sérstaklega á við þau. Það tengist líka innleiðingu nýrra tilskipana frá Evrópusambandinu.

Varðandi plastið þá er ég búinn að lýsa því yfir fyrr í dag að verið er að vinna í þeim málum. Þegar kemur að vernd líffræðilegrar fjölbreytni þá kemur það m.a. inn á alþjóðlega samninga. Mér sýnist tíminn (Forseti hringir.) vera búinn.