148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[15:27]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Herra forseti. Það viðmið sem hv. þingmaður nefnir er, ef ég man rétt, 200 hektarar. Þau viðmið öll sömul sem eru í viðaukanum við lögin um mat á umhverfisáhrifum verða tekin til skoðunar í boðaðri heildarendurskoðun lagabálksins.

Viðmiðin eru að mörgu leyti vandmeðfarin, í fyrsta lagi t.d. hvar þau eiga að liggja. Í öðru lagi býður það alltaf hættunni heim að framkvæmdir séu þá skipulagðar þannig að þær séu undir mörkum. Ég held að það sé þó ekki nærri því alltaf þannig. Margoft er gert mat á umhverfisáhrifum fyrir ýmsar framkvæmdir og þá ekki bara þær sem er alltaf skylda að fari í mat, heldur líka fyrir þær sem Skipulagsstofnun eða sveitarfélögunum er falið að meta hvort séu matsskyldar.