148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[15:35]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Herra forseti. Til að taka af allan vafa þá er sá sem hér stendur að sjálfsögðu fylgjandi því að skoða alla möguleika á stofnun þjóðgarða, ekki síst á þessu svæði sem hér er um rætt, þannig að það sé alveg á hreinu.

Varðandi votlendismálin, þá náði ég kannski ekki að svara því nægilega vel áðan út af tímanum en get lýst því yfir að ég hef átt samtöl við forsvarsmenn sjóðsins. Ef mér skjátlast ekki þá er búið að setja hann á stofn, ég er þó ekki alveg klár á því eða það er að fara að gerast. Ein af stofnunum ráðuneytisins, Landgræðslan, hefur komið mjög mikið að þessu máli og ég hef verið í stöðugu sambandi við þau um það. Það er að vænta stuðnings í gegnum Landgræðsluna við votlendissjóð. Varðandi það hvernig aðkoma ráðuneytisins nákvæmlega verður verð ég að biðja um smá þolinmæði frá hv. þingmanni, en ég get sagt að þau mál eru öll til skoðunar.