148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[17:03]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Aðeins að öðru en samt í tengslum við þessa veggjaldaumræðu. Ég hef nefnt það nokkrum sinnum í þessu samhengi að heildargjaldtaka af ökutækjum og umferð á árinu 2016 var 46 milljarðar fyrir utan virðisaukaskatt. Á því ári var varið til nýframkvæmda og viðhalds vega um 21 milljarði, sem sagt 25 milljarðar fóru í almenna gjaldtöku, tekjuöflun ríkisins.

Sér hæstv. ráðherra fyrir sér að tekjur af veggjöldum verði hrein viðbót við þá gjaldtöku sem þegar á sér stað á notendur vegakerfisins? Eða sér hæstv. ráðherra fyrir sér að leggja til að eitthvað verði stigið til baka hvað gjaldtöku varðar eftir þeim hefðbundnu leiðum sem við þekkjum? Staðreyndin er sú að kostnaður við notkun vegakerfisins er umtalsvert mikill hér á Íslandi.