148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[20:28]
Horfa

Álfheiður Eymarsdóttir (P):

Herra forseti. Það kom skýrt fram í fyrri umræðu, í svari hæstv. ráðherra við fyrirspurnum mínum, að gjaldtakan er að minnka. Gert er ráð fyrir um þremur milljörðum minna í veiðigjöld árið 2018 sem dæmi. Ég er því ekki alveg viss um hversu mikil þessi gjaldtaka verður af starfsemi í fiskeldi eða öðru. Of mikið af orku og tíma þessara stofnana fer í að selja út þjónustu til að reka sig sjálfar þannig að þær geta ekki sinnt meginhlutverki sínu sem eru rannsóknir og eftirlit. Á meðan svo er getum við ekki aukið rannsóknir eða eftirlit.

Ég vildi kannski aftur fá skýrari svör um öll þessi plön; plön um að kaupa (Forseti hringir.) nýtt rannsóknarskip, plön um gjaldtöku, plön um að auka þessa starfsemi.