148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[20:30]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Þó að gjaldtaka minnki á einum stað getur hún aukist á öðrum. Ég sagði hér áðan varðandi fiskeldið að ég gerði ráð fyrir því, og það kemur raunar fram í frumvarpinu sem ég lagði fram og gerði grein fyrir í vikunni, um breytingar á lögum um fiskeldi, að leggja fram á hausti komanda frumvörp annars vegar um gjaldtöku vegna eldissvæða og hins vegar um auðlindagjald á fiskeldi. Það er allt annarrar gerðar en veiðigjaldið á sjávarútveginn er í dag, allt önnur gjaldtaka og kemur annars staðar fram. Raunar er ráðgert þar að hluti þess auðlindagjalds verði nýttur til uppbyggingar innviða á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíaeldi á sér stað.

Ég deili ekki skoðun með hv. þingmanni í því að (Forseti hringir.) sífellt meiri orka og tími fari í það hjá þessum stofnunum, sérstaklega Fiskistofu og Hafró, að selja út þjónustu sína. Ég er einfaldlega ekki sammála þeirri skoðun hv. þingmanns.