148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[23:21]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir hennar svör. Því miður eru þau kannski svolítið eins og orkukaflinn í fjármálaáætluninni, pínulítið innantóm og valda ákveðnum vonbrigðum þrátt fyrir að vera hljómfögur. Það hljómar vel að miðla þekkingu og greina möguleika á smávirkjunum og markmiðin eru mikilvæg. En raunveruleikinn, að nú eigi að taka fimm ár til viðbótar við það sem áður var ákveðið, er frekar ógnvekjandi.

Það er æpandi skortur á aðgerðum til að bregðast við því sem raunverulega þarf að gera eins og að tryggja orkuöryggi svæða sem búa við skert afhendingaröryggi. Þess í stað á að gera mat á endurbótum svæða sem búa við skert afhendingaröryggi. Það á svo að taka fjögur ár í viðbót. Þetta endurspeglar enn og aftur metnaðarleysið í þessari fjármálaáætlun.

Ég spyr hæstv. ráðherra að lokum hvort hún telji að þau markmið og þær aðgerðir endurspegli vel þau markmið og áætlanir (Forseti hringir.) sem koma fram í öðrum áætlunum í orkumálum og hvort þetta fari saman.