148. löggjafarþing — 49. fundur,  13. apr. 2018.

störf þingsins.

[11:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (ber af sér sakir):

Virðulegi forseti. Vissulega var ég ekki nafngreindur persónulega, en hér var alhæft um Pírata. Því vil ég aðeins koma Pírötum til varnar hvað það varðar. Ég skora á hv. þm. Brynjar Níelsson að útskýra á hvaða hátt gagnrýni þingmanna Pírata hefur verið ómálefnaleg, að koma einfaldlega með lista af rökum okkar um það þegar við bendum á hvar spillingin er og af hverju, og útskýra fyrir okkur af hverju það er ómálefnaleg gagnrýni. (Forseti hringir.) Þegar það er spilling segjum við að sjálfsögðu spilling. Það er ekki gáfulegt að þegja um það.