148. löggjafarþing — 50. fundur,  16. apr. 2018.

um fundarstjórn.

[15:05]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil gera alvarlegar athugasemdir við það að verið sé að hringla hvað eftir annað með viðveru hæstv. ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma og það gerist með stuttum fyrirvara. Hér var gert ráð fyrir að hæstv. heilbrigðisráðherra yrði til svara í dag og þingmenn búnir að undirbúa sig með það í huga. Núna rétt áður en þingfundur hefst tökum við eftir því að búið er að skipta hæstv. heilbrigðisráðherra út og setja hæstv. dómsmálaráðherra í staðinn.

Við höfum fyrr í dag verið að ræða um skipulag og fyrirsjáanleika í störfum þingsins o.s.frv. Ég kvarta undan þessu og geri við þetta athugasemdir og ég bið hæstv. forseta um að koma því áleiðis til ríkisstjórnarinnar að þetta gangi ekki svona.