148. löggjafarþing — 50. fundur,  16. apr. 2018.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[15:19]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Það er ekki þörf málalenginga um þetta. Ef hreyft er andmælum við því að fundur standi lengur en þingsköp gera ráð fyrir stendur sá fundur ekki lengur nema sótt sé heimild til þingsins til að gera það. Forseti hefur þegar boðað að hann geri tillögu um að þingfundur standi lengur í dag (Gripið fram í.) en lög gera ráð fyrir og þá verður kosið um það hér á eftir.