148. löggjafarþing — 50. fundur,  16. apr. 2018.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[15:21]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mitt innlegg í þessa umræðu er að þegar fulltrúar nokkurra flokka koma hér og lýsa því yfir að það hafi ekki verið skilningur þeirra að það hafi ekki verið samkomulag um lengri þingfund í dag sé kannski vænlegast að forseti varpi ekki frá sér ábyrgð á þann hátt að segja að það sé flokkunum að kenna, að fólk hafi kannski misst af tölvupóstinum vegna undirbúnings veisluhalda eða eitthvað svoleiðis, og frekar að viðurkenna að mögulega þurfi þingforseti að setjast niður með þingflokksformönnum flokka og ræða aðeins hvort hægt sé að finna betri leið til þess að samþykkja svona hluti í framtíðinni þannig að það sé enginn vafi.

Það á ekki að vera vafaatriði um svona mál. Þetta á bara að vera upplýst og virkt samþykki. Ég legg til og hvet hæstv. forseta til þess að eiga þetta samtal og að reyna að finna betri leið til þess að fá þetta upplýsta samþykki.