148. löggjafarþing — 50. fundur,  16. apr. 2018.

ummæli ráðherra um þingmann Pírata.

[15:37]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að upplýsa hæstv. ráðherra um að í síðustu viku var ég erlendis á vegum þingsins og gat því miður ekki tekið þátt í þessari greinilega mjög áhugaverðu umræðu. Hins vegar fer mér að verða betur og betur ljóst af samskiptum mínum, eftir því sem þau verða meiri og lengri, við hæstv. dómsmálaráðherra að hér er svolítið eins og að ræða við keisarann sem var í engum fötum, var sem sagt nakinn, en kennir barninu sem bendir á það stöðugt um að hann sé öllum sýnilegur.

Ég spyr hæstv. ráðherra: Telur hún sig ekki bera neina ábyrgð á því sem við köllum hér vantraust til dómstóla og er í gangi? Telur hún sig ekki bera neina ábyrgð á því að við treystum ekki hæstv. ráðherra til að skipa í nýtt dómstig? Finnst henni ekkert tilefni til að reyna að vinna inn traust þessa þings á getu hennar til að skipa nýtt dómstig? Er það bara ekki svo?