148. löggjafarþing — 50. fundur,  16. apr. 2018.

leiguíbúðir eldri borgara í Boðaþingi.

[15:44]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félags- og jafnréttismálaráðherra fyrir svarið. Nú er þetta mál komið inn á borð hæstv. velferðarráðherra. Staðreyndin er sú að leigusali, sem í þessu tilviki er dótturfélags Sjómannadagsráðs, er móðurfélag yfir öllum Hrafnistuheimilunum. Naustavör heitir það. Eins og við vitum njóta Hrafnistuheimilin samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að þetta er alls ekki þannig að við eigum ekki að taka utan um málið og að það sé ekki stutt af almannafé.

Ég segi: Þó að þetta dæmi sé hér þá erum við að tala um u.þ.b. 200 íbúðir sem Naustavör leigir til eldri borgara og allir hafa verið látnir borga samkvæmt því dómsorði sem féll í héraðsdómi í febrúar í fyrra sem sagði að verið væri að brjóta á þeim lög og að þeir ættu ekki að greiða þá fjárhæð sem þá var um rætt.