148. löggjafarþing — 50. fundur,  16. apr. 2018.

línulagnir.

[15:57]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra ágæt svör. Ég held að þetta sé allt í áttina og þokist í átt að lausn. Við vitum að þessi hæstv. ríkisstjórn hefur ákveðnar hugmyndir um merkingu orðsins sérstakur stuðningur og gerir greinarmun á sérstökum stuðningi og almennum stuðningi. Ég kannski geri mér þá vonir um að þessi hæstv. ríkisstjórn og hæstv. ráðherra sýni því almennan stuðning að þessi lína verði sett í jörð.

Hafnarfjarðarbær deilir út þessum lóðum. Þarna er hafin skipulagning á byggð í trausti þess að þessar háspennulínur hverfi enda vita allir eða geta gert sér í hugarlund hvernig tilfinning það er að búa við suðandi rafmagnslínur yfir höfði sér alla daga og allar nætur. Það er náttúrlega (Forseti hringir.) ekki bjóðandi nokkrum manni. Landsnet hefur dregið lappirnar í þessu máli frá 2009 og löngu orðið tímabært að fyrirtækinu verði komið í skilning um að þetta gengur ekki svona lengur. Ég vænti þess að ráðherra sýni því almennan stuðning.