148. löggjafarþing — 50. fundur,  16. apr. 2018.

línulagnir.

[15:58]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Minn almenni stuðningur er í þágu skynsamlegrar nálgunar og skynsamlegra mála. Ég segi bara aftur að menn þurfa að fylgja leikreglum, hvort sem það eru stofnanir, stjórnmálamenn, sveitarfélög, fyrirtæki eða hver annar sem er. Maður finnur alveg fyrir því að það eru ákveðnar breytingar að verða í viðhorfum gagnvart þessum málum. Það er að gerast á sama tíma og við horfum upp á kerfi sem þarf að treysta. Þarna vegast á ákveðin sjónarmið. En ég held að við getum almennt reynt að ná betri samstöðu um þessi mál. Þegar maður ræðir við fólk þykir auðvitað flestum vænt um náttúruna og vilja sjá eðlilega atvinnuuppbyggingu og gera það sem er skynsamlegt, horfa á vatnsverndarsvæði og vilja passa að ekki sé gengið of langt í því. Ég segi það bara: Hinn almenni stuðningur er alla jafna mjög skynsamlegur.