148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

stjórnarfrumvörp of seint fram komin -- beiðni um skýrslu.

[16:27]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé mikilvægt að forseti skeri úr um það hvort rétt sé eftir tekið hjá hv. þingmanni, að það hafi láðst að fá samþykki fyrir þessum fjórum málum. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að það komi fram. Ef svo er tek ég undir það með hv. þingmanni. Það er undarlegt að vera að standa í kvöldfundi ef einhver lapsus er í þessu. En við skulum heyra hvað forseti segir áður en við höldum lengra.