148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

stjórnarfrumvörp of seint fram komin -- beiðni um skýrslu.

[16:30]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Hér er greinilega nýtt varðandi útbýtingar og skráningar á þingmálum. Ég hef aldrei séð þetta áður. Í lögunum um þingsköp segir, með leyfi forseta:

„Lagafrumvörp, sem útbýtt er eftir 1. apríl, verða ekki tekin á dagskrá fyrir sumarhlé nema með samþykki þingsins, sbr. 81. gr.“

Í 81. gr. segir síðan:

„Afl atkvæða ræður um úrslit mála og málsatriða nema öðruvísi sé ákveðið í stjórnarskránni eða þingsköpum.“

Þá megi þau fara á dagskrá ef það er útbýtt. Ég vil fá það skýrt frá forseta hver er munurinn á þessari skráningu og útbýtingu því að það skiptir máli fyrir okkar þingstörf að vita hvernig mál geta farið á dagskrá, við lendum sjálf í því. Við segjum: Heyrðu, ég var nú búinn að biðja um að þetta mál yrði skráð áður. En síðan sagt: Nei, það er útbýtingardagur, sjáðu til. Þetta verður að vera alveg kýrskýrt, þá svör frá forseta.