148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

stjórnarfrumvörp of seint fram komin -- beiðni um skýrslu.

[16:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Hér mun vera stuðst við áratugalanga hefð að þetta orðalag er engu að síður túlkað þannig ef málin eru fullfrágengin, undirrituð af forseta, tilbúin til framlagningar og þau berast til bókunar og skráningar hjá þinginu er miðað við þá dagsetningu. En iðulega eru frumvörp og mál síðan í prentun og koma til dreifingar formlega á dögum þar á eftir.