148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024.

480. mál
[19:21]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er unnið að því, og reyndar hefur það komið fram í fréttum, að koma á komugjöldum eða brottfarargjöldum eða slíkum gjöldum á ferðamenn. Það er unnið að því í ráðuneyti ferðamála eins og fram hefur komið í þinginu í sérstakri umræðu. Þess vegna er það ekkert leyndarmál að ríkisstjórnin stendur öll einhuga að baki sinni eigin stefnu sem kemur fram í ríkisstjórnarsáttmálanum um slíkt.