148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

ættleiðingar.

128. mál
[17:51]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Andrés Ingi Jónsson) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú kemur vel á vondan, ég er ekki með lögin hjá mér. Frumvarpið eins og það var lagt fram sneri að tveimur greinum laganna, 7. gr. og 11. gr., af því að það eru nokkrar innkomur fyrir utanaðkomandi aðila í þetta ferli eins og lögin eru sett upp núna. Það sem við gerum í þessu nefndaráliti er að við fellum út vísun í 7. gr. vegna þess að við erum að þrengja þetta niður í mjög sérstök tilvik. En af því að ég er ekki með lögin og 17. gr. þeirra fyrir framan mig þá er þingmaðurinn búinn að reka mig dálítið á gat. Ég vona að við höfum á einum af þeim fundum sem við áttum um þetta mál farið rækilega yfir akkúrat þetta atriði.