148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

ættleiðingar.

128. mál
[17:54]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Andrés Ingi Jónsson) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú kem ég tvíefldur í pontu hafandi lesið 17. gr. laga um ættleiðingar og get fullvissað þingmanninn um að hún kemur ekki í raun inn í þetta. Sú grein snýst um umsögn ættleiðingarnefndar sem skilar sinni umsögn til sýslumanns sem fer með ættleiðingarmál. Sú umsögn fer í rauninni bara í sama pott og þær umsagnir sem við leggjum til hér að bætist við.

Sú grein sem við erum bæta með þessu frumvarpi er 11. gr. laganna sem snýst um umsagnir foreldra. Við erum að víkka þá grein út þannig að hún nái til foreldra og aðstandenda látinna foreldra. Þær umsagnir verða einfaldlega hluti máls á nákvæmlega sama hátt og umsagnir sem koma inn í málið frá ættleiðingarnefnd, samkvæmt 17. gr., ásamt ýmsum öðrum pappírum sem er kveðið á um í öðrum greinum laganna eftir því sem við á.