148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

Kristnisjóður o.fl.

269. mál
[18:00]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við þurfum einfaldlega ekkert að skipta okkur af þessu. Miðað við frumvarpið er hægt að taka af sveitarfélögunum þá skyldu að útvega lóð. Eins og kom fram hjá frummælanda geta þau áfram gert það. Það er þá bara þeirra val að veita ókeypis lóð, jafnvel einhverjum öðrum félögum en trúfélögum. Ef við hættum að skipta okkur af því virkar þetta kannski ágætlega.