148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

287. mál
[18:59]
Horfa

Flm. (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það er alveg rétt og mikilvægt að hafa í huga að það var unnið alveg gríðarlega gott starf í allsherjar- og menntamálanefnd á 146. löggjafarþingi í þessu máli og eins og fram hefur komið byggir þetta mál alfarið á því.

Stutta svarið við spurningunni er: Nei, það hefur ekki verið rætt en ábendingin er mikilvæg því að hugsunin með þessu ákvæði er ekki að það sé í raun og veru hægt að skerða afgreiðslutímann niður í ekki neitt með slíkri heimild. Ég held að það sé mikilvægt fyrir nefndina að hafa það í huga við umfjöllun málsins að það kynni að vera skynsamlegt að setja eitthvert slíkt gólf.