148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

287. mál
[19:17]
Horfa

Flm. (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Það er auðvitað gaman að því að hv. þingmaður hafi áhyggjur af því að þetta muni skapa umhverfi fákeppni. Það væri strax til bóta því að nú er einokun, það er bara einn aðili sem má selja.

Ég óttast það reyndar ekki. Auðvitað gæti þetta samt verið atriði sem nefndin vildi skoða í umfjöllun sinni um málið. Telja þau að það þurfi að skilgreina þetta skýrar? Hér er vísað til skýrrar flokkunar á verslunum. Það er alveg ljóst að það er verið að vísa til sérverslana en auðvitað er hverjum sem er heimilt að opna sérverslun. Hún væri þó ekki stórmarkaður eða matvöruverslun í þeim skilningi. Það yrði að vera í formi sérverslunar. Það er alveg skýrt.