148. löggjafarþing — 58. fundur,  2. maí 2018.

eftirlitshlutverk þingsins.

[15:56]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Fram hefur komið að ýmsir þingmenn eru í vafa um að ráðherra hafi farið rétt með og birt allt sem honum bar að gera. Hæstv. ráðherra hefur svo komið hingað og talað fyrir öðrum sjónarmiðum, þannig að það er einboðið að það eru skiptar skoðanir um þetta mál. Ég vil vekja athygli á því að hér er myndskreyttur stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, sem er um ríkisstjórnarsamstarf en líka um eflingu Alþingis. Mjög mikið var gert úr því á blaðamannafundi þegar þessi ríkisstjórn lagði af stað um að leggja ætti sérstaka áherslu á að efla Alþingi. Það væri í fyrsta skipti í sögunni sem ríkisstjórn hefði lýst því yfir. Þá held ég að það sé nú bara eins gott að menn standi undir því núna og rannsaki þetta mál þannig að botn fáist í það.