148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

frumvarp um tollkvóta á osta.

[14:25]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér hefur verið bent á ýmis mjög mörg og þörf mál sem þarfnast mikillar umfjöllunar þingsins, m.a. persónuverndarlöggjafarinnar. Ég óttast að ef hún dembist hérna inn á síðustu dögunum þá sé öll umræðan bara fyrir bí fyrir okkur þingmenn. Miðað við þau frí frá þingfundum sem við erum að fara í á næstunni þá tel ég eiginlega óhjákvæmilegt að við verðum að endurskoða áætlun þingsins. Okkur vantar hreinlega fleiri þingdaga. Við eigum ekki að setja okkur einhverjar tilbúnar tímatakmarkanir til þess að geta afgreitt mál á góðan og faglegan hátt. Við þurfum einfaldlega fleiri þingfundadaga til þess að afgreiða þessi mál. Fáum þau inn, ræðum þau, fjöllum um þau á faglegan og yfirgripsmikinn hátt og hættum þessum flýtimeðferðum sem eru hérna í gangi.