148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

afgreiðsla þingmannamála úr nefndum.

[15:40]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það er þreytandi að þurfa að koma hérna upp og staglast sífellt á sama hlutnum. Ég vona að ég þurfi ekki að vera hér annan hvern dag og minna á forsíðu stjórnarsáttmálans, sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis. Hvað hefur orðið úr því? Ekki neitt. Þetta væri ekki að gerast í nefndunum nema vegna þess að ríkisstjórnin hefur farið fram á það. Nú legg ég til að þau komi hingað og geri grein fyrir því hvernig í ósköpunum þau ætla að virða þann hluta stjórnarsáttmálans að efla virðingu Alþingis, vegna þess að við munum ekki beygja okkur í duftið og láta þau fara sínu fram. Þetta er ofbeldi, herra forseti, og við ætlum ekki að sætta okkur við þetta.