148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

afgreiðsla þingmannamála úr nefndum.

[15:49]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Hæstv. forseti sagði að það kæmi honum ekki á óvart að þingmenn væru að kveðja sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta. Ég verð hins vegar að segja að það kemur mér í rauninni mjög á óvart, miðað við þau fyrirheit sem koma fram í stjórnarsáttmálanum og það sem hæstv. forseti hefur iðulega sagt á hátíðarstundum um að efla þingið. En það er ekkert að breytast. Hæstv. forseti er mér aðeins þingreyndari en ég verð að segja að ég hef sjaldan upplifað ástandið jafn slæmt og nú. Það kul sem er núna, sambandsleysi ríkisstjórnarinnar við stjórnarandstöðu, það hefur sjaldan verið jafn vont ástand og nú. Það er slæmt að sjá það með ríkisstjórnina undir forystu Vinstri grænna, Vinstri græn eru með forystu bæði hér á þingi, löggjafarvaldið og Vinstri græn eru með forystuna í ríkisstjórn. Það breytist ekkert og það sem verra er, það bara versnar.

Þannig að ég vil hvetja hæstv. forseta að láta núna efndir (Forseti hringir.) fylgja orðum í þá veru að efla þingið. Hæstv. forseti er forseti alls þingsins, allra þingmanna, (Forseti hringir.) það er kominn tími til að við afgreiðum hér brýn mál, mikilvæg mál, hvort sem eru frá þingmönnum eða ríkisstjórn. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)