148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:27]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmenn Vilhjálm Árnason og Ólaf Þór Gunnarsson: Hvers vegna stoppið þið staðarvalstillöguna í velferðarnefnd? Hvers vegna eruð þið á móti því að sú tillaga komi úr nefnd? Er það skipun frá ykkar formönnum að svo sé gert? Eruð þið að hlíta skipun frá forsætisráðherra um að þetta mál fari ekki hér inn í þingið? Er það þess vegna? Við hvað eru þingmennirnir hræddir, að þetta mál komi hingað til umræðu? Er eitthvað að hræðast við málið? Málið er útrætt í nefndinni, löngu útrætt, það vita allir, en það stendur á ykkur, tveimur hv. þingmönnum, og sér í lagi Ólafi Þór Gunnarssyni, að þetta mál komi úr nefndinni. Af hverju? Er það vegna þess að þingmaðurinn er á móti því að fram fari ný staðarvalsgreining? Það getur vel verið. En staðan er sú, virðulegi forseti, að þingmenn meiri hlutans, þar á meðal þessir tveir, standa í vegi fyrir því að þetta mál komi út.