148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

afbrigði um dagskrármál.

[18:06]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Hæstv. forseti. Eins og sjá má á töflunni — jæja, nú kom einn rauður — gerum við ráð fyrir að það verði heimilað að þetta mál fari á dagskrá. Það er hins vegar óþolandi að mál sem þetta skuli koma á síðustu sekúndum áður en við förum í smáleyfi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Við vitum líka alveg hvernig þetta verður, það verður svo pressað á að þetta mál verði afgreitt fyrir þinglok af því að það er eðlilega pressa á málið. Við hljótum því að spyrja okkur hvers vegna í ósköpunum ráðherra kemur ekki fyrr með þetta mál inn í þingið þegar löngu er búið að benda á það af þeim sem eru áhugasamir um þessa osta að ekki er verið að standa við gefin fyrirheit.

Virðulegi forseti. Við getum ekki unnið eilíflega með þessum hætti á Alþingi. Við verðum að fara að taka okkur á.