148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[18:38]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til að taka undir mjög svo eðlilega og brýna beiðni þingflokksformanns Samfylkingarinnar um að forseti geri hlé á fundi og setjist niður með okkur. Ég hjó líka eftir því að forseti sagðist ætla að bregðast við þessari beiðni þegar mælendaskrá væri tæmd, þannig að ég ætla eiginlega ekkert að tefja frekar hér heldur bíð spennt eftir viðbrögðum forseta. Ég held að komið sé meira en mál til að við setjumst niður og förum yfir þetta til að koma einhverju skikki á störf hér í þingsalnum.