148. löggjafarþing — 63. fundur,  29. maí 2018.

Afbrigði um dagskrármál.

[15:16]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mig langar aðeins að nefna í ljósi orða sem hér hafa fallið að þetta frumvarp var fyrst birt í sinni endanlegu mynd með fullri greinargerð 8. maí, eftir að þinghlé hófst. Það var lagt fyrir þingið í Noregi í mars. Álit um stjórnskipan var fyrst birt 24. maí, þ.e. þingmenn hér vissu ekkert um mat á stjórnskipulagslegum álitaefnum fyrr en 24. maí. Það er allt samráðið og það eru öll faglegu vinnubrögðin sem verið er að tala svo fjálglega um. Það er það sem er verið að gagnrýna hér, hvorki meira né minna.