148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

dagskrá fundarins.

[10:48]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Við stöndum hér þegar samkvæmt dagskrá Alþingis eru þrír þingdagar eftir til viðbótar við þennan þingdag og það er allt í uppnámi. Það er allt í uppnámi vegna þess að meiri hlutinn hefur ekki staðið við orð sín. Það kemur mér ekkert á óvart fyrir hverja þar er unnið þótt einhverjir hafi lýst yfir furðu sinni á því. En hæstv. forseti lýsir þessum vinnubrögðum sem eðlilegum, að meiri hluti nefndar skuli getað tekið þessa ákvörðun. Hér hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lýst skoðun sinni á þeim vinnubrögðum og ég tek undir þau.

En tölum um meiri hluta nefnda. Sú sem hér stendur situr í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hafa stjórnarandstæðingar setið fund eftir fund í meiri hluta og dælt út umsögnum um stjórnarmál í anda þess sem samið var um á sínum tíma um að við, þessi hópur, ætlaði sér að efla Alþingi.

Við ykkur í stjórninni segi ég: Efling Alþingis, skammist ykkar bara. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)