148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

dagskrá fundarins.

[10:51]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hæstv. forseti sagði áðan að ef þingnefnd tæki ákvörðun um að afgreiða mál úr nefnd setti forseti það á dagskrá. Þá vil ég minna forseta á að hér er mál í miðri 3. umr. sem nefnd afgreiddi úr nefndinni, þ.e. um kosningaaldur. Einnig er mál um stafrænar smiðjur sem þingmenn allra flokka eru á. Það er ekki á dagskrá. Hvernig stendur þá á því að mál sem troðið er inn í nefnd á núll einni með engum fyrirvara í mjög miklu ósætti kemst fram fyrir þessi mál? Það er mér óskiljanlegt. Ef forseti ætlar að standa við orð sín um að mál sem nefnd afgreiðir út fari á dagskrá þá kalla ég a.m.k. eftir því að mál sem eru í miðri 3. umr. fari þá alla vega á undan.