148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

frumvarp um veiðigjöld.

[14:05]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Við erum að upplifa hér hroka, forherðingu og dónaskap gagnvart minni hlutanum. Þrátt fyrir yfirlýst markmið um betri vinnubrögð á bara að fara sínu fram. Nú eru álagningarseðlar landsmanna að detta í hús. Það hafa verið ansi góð ár hjá launafólki í landinu. Kannski eru einhverjir sem þurfa að borga einhverja upphæð eftir á. Það er hins vegar farið að dala og harðna í árinu í efnahagslífinu og má vænta þess að launafólk fái eitthvað minna í umslögin sín á næstunni. Megum við eiga von á því að hæstv. ríkisstjórn leiðrétti kjör þessa fólks afturvirkt eins og þeirra sem raða sér á toppinn í fréttum yfir hæstu skattgreiðendur landsins, þ.e. útgerðin? Það er ömurlegt að verða vitni að þessu. Það á að láta þá sem mest og best hafa það í samfélaginu og hafa haft að undanförnu bætur en almenningur situr eftir. Við mótmælum þessu.