148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:10]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ólíkt mörgum öðrum vestrænum lýðræðisríkjum skipum við okkur í hóp þeirra Evrópuþjóða sem líta ekki þannig á að minnsti mögulegi meiri hluti taki og hrifsi til sín öll völd, heldur eigi minni hlutinn líka sinn rétt. Hér höfum við setið og reynt að gera athugasemdir og reynt að fá forseta til þess að setjast niður og greiða fyrir vinnunni fram undan. Því miður hefur hæstv. forseti ekki hlustað á það og því miður óttast ég að það kunni að hafa áhrif á andann í þinginu. Ég tek að minnsta kosti undir með einum hv. þingmanni sem lagði til að nú yrði endurskrifuð forsíðan á stjórnarsáttmálanum og tekin út orðin „efling og virðing Alþingis“.