148. löggjafarþing — 69. fundur,  6. júní 2018.

aðgengi að stafrænum smiðjum.

236. mál
[11:12]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Takk kærlega fyrir. Það er ekkert sjálfgefið í þessum heimi. Sú þingsályktunartillaga sem hér er verið að samþykkja var mun smærri í sniðum þegar hún kom inn í þingið. Það fengust þó allir þingflokkar til að vera meðflutningsmenn á þessu þingmáli. En það er ekkert sjálfsagt að svona mál gangi alla leið. Þetta er framtíðarmál, tvímælalaust, og afgreiðsla þingsins finnst mér mjög góð. Þingið stígur skrefinu lengra en ég gerði ráð fyrir þegar ég lagði þingsályktunartillöguna fram. Ég þakka þinginu kærlega fyrir þau skref sem hér eru stigin til framtíðar. Það verður gríðarlega áhugavert að fylgjast með þeim verkum sem koma frá smiðjunum og hvað þau gera fyrir Ísland og íslenskt efnahagslíf. Íslenskt samfélag á eftir að verða mjög spennandi á næstu árum.