148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[15:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni svarið og fagna þeim sameiginlega áhuga á að byggja undir atvinnuvegina. Atvinnuvegirnir, atvinnugreinarnar og það að skapa atvinnu og möguleika fyrir fólk á að hafa tekjur og framfleyta sér og sínum og koma sér upp þaki yfir höfuðið er auðvitað það mikilvægasta í þessu öllu þegar upp er staðið.

Spurningin laut að raungengisáhrifum á útflutningsatvinnuvegina. Við verðum að vanda okkur með allar atvinnugreinar og útflutningsatvinnugreinarnar eru auðvitað svolítið í vandræðum vegna þessa háa raungengis.

Ég vil nota þessar síðustu sekúndur til að þakka hv. þingmanni fyrir samstarfið í fjárlaganefnd og hans góða framlag í nefndinni og þetta sameiginlega álit sem fjárlaganefnd sameinaðist um (Forseti hringir.) og kemur fram í öllum álitum eins og hjá hv. þingmanni.