148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[16:43]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek heils hugar undir með hv. þingmanni. Þá vildi ég fara yfir í annað.

Í áliti meiri hlutans er talað um að það sé 117,5 milljarða breyting frá fjárlögum 2017. Af því að miðað er við fjárlög 2017 er svolítið erfitt að meta hverjar tölurnar eru hérna því að í grunndæminu sem við fengum afhent er talað um að mig minnir tímabilið 2018–2023. Þar er talað um 78 milljarða tæpa sem er í rauninni sú breyting sem ríkisstjórnin gerir á umframskuldbindingum o.s.frv. Ef bara fjármálaáætlunartímabilið er tekið þá eru það ekki nema 54 milljarðar. Mig langaði til að velta því upp við þingmanninn: Þessi fjármálaáætlun er 54 milljarða kr. virði, þ.e. stefna stjórnvalda í henni. Er ég ekki að lesa þetta rétt?