148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[18:42]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð nú að játa að mig rekur ekki minni til þess að átt hafi sér stað umræður innan allsherjar- og menntamálanefndar um nákvæmlega þau atriði sem hv. þingmaður spyr hér um, hvernig auka eigi hlut kvenna og ungra fræðimanna. En hvort tveggja eru þetta mjög verðug og göfug og nauðsynleg markmið. Ég endurtek það sem ég sagði hér fyrr, það er áhyggjuefni hversu seint og erfiðlega hefur gengið að stuðla að eðlilegri endurnýjun innan háskólanna vegna þess einfaldlega að þegar starfsmenn láta af störfum fyrir aldurs sakir eru ekki, til að spara í rekstri, ráðnir nýir starfsmenn í þeirra stað en starfsemin keyrð áfram á mjög undirborguðum stundakennurum og doktorsnemum. Þetta bitnar mjög á fræðilegu starfi og gæðum kennslunnar innan háskólanna.