148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[21:51]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Hitt atriðið úr ræðu hv. þingmanns sem mig langaði að forvitnast um var það sem hún kom inn á varðandi kolefnisskattinn og, eins og hún orðaði það, að sértækra aðgerða gagnvart landsbyggð væri þörf. Það er a.m.k. efnislega það sem hún sagði, ég held það sé orðrétt.

Það sem mig langar að spyrja hv. þingmann út í er hvað hún sjái fyrir sér varðandi sértækar aðgerðir gagnvart landsbyggðinni og hvort hugmyndavinna eða önnur vinna sé í farvegi nú þegar hjá ríkisstjórnarflokkunum.

Mig fýsir að vita það.