148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[22:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég tek heils hugar undir að heildstæð atvinnustefna er eitthvað sem við ættum að fara í. Ég hygg að það sé í bígerð.

En varðandi innviðauppbyggingu. Hv. þingmaður nefnir ár hinna glötuðu tækifæra. Kjörtímabilið 2012–2016 var mikil áhersla á að ná niður skuldum. Það var erfitt á sama tíma að fara í mjög kröftuga innviðauppbyggingu. En þess sér stað í fjármálaáætlun að það er forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Það kemur ágætlega fram í nefndaráliti meiri hluta að gífurleg aukning er í heilbrigðiskerfið. (Forseti hringir.) Hv. þingmaður talaði um að þess sæi ekki stað en það kemur mjög vel fram í ríkisfjármálaáætluninni.