148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[23:18]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Hv. þingmaður kom inn á það í ræðu sinni; ég held að orðið hafi verið „útgjaldaþensla“. Ábendingar fjármálaráðs hafa auðvitað snúið að því af því að ýmislegar efnahagsbreytur hafa áhrif á tekjuskattskerfið okkar og hvernig við öflum tekna til þess að mæta þeirri verulegu útgjaldaaukningu, vil ég segja, sem lagt var upp með í stjórnarsáttmála og verið er að standa við hér á margan hátt, í heilbrigðiskerfið og velferðina eins og hv. þingmaður fór vel yfir.

Varðandi spágerðina og spálíkönin — ég er ekki með neina spurningu til hv. þingmanns — er verið að bregðast við því, og ég held að sé vel, í samvinnu við Hagstofuna, að útbúa hér þjóðhagslíkan sem tekur mið af fleiri breytum.